Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vonbrigði og ruglingur vegna fjölgunar smita

Hjör­dís Guð­munds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, seg­ir von­brigði all­stað­ar varð­andi fjölg­un á Covid-19 smit­um í sam­fé­lag­inu, bæði hjá þeim smit­ist og hjá starfs­fólki al­manna­varna. Sömu­leið­is seg­ir hún fólk al­mennt rugl­að varð­andi smitrakn­ingu og hvernig það eigi að hegða sér í þessu ástandi.

Vonbrigði og ruglingur vegna fjölgunar smita
Bóluefni gegn Covid ekki hundrað prósent Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir fólk upplifa að bóluefni gegn Covid-19 sé hundrað prósent vörn gegn veirunni eins og bóluefni við mislingum en staðan sé ekki þannig. Mynd: Heiða Helgadóttir

Alls smituðust 38 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær og af þeim voru 9 í sóttkví við greiningu.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir þetta mikið stökk í fjölgun smita miðað við síðustu daga og við það finni bæði starfsmenn almannavarna og samfélagið allt fyrir miklum vonbrigðum. „Auðvitað eru vonbrigðin alls staðar og líka hjá okkur.“ Sjálf á Hjördís til að mynda að vera í sumarfrí en þurfti að snúa aftur til vinnu vegna stöðunnar ásamt fjölda annarra sem starfa í rakningarteymi almannavarna. 

Ef litið er á tölulegar upplýsingar á vefnum covid.is má sjá að stökk í fjölgun smita á ekki aðeins við síðustu daga heldur það sem af er ári en fjöldi smitaðra hefur ekki verið hærri á árinu. Fjöldi smitaðra náði síðast hápunkti þann 18. apríl síðastliðinn þegar 27 manns greindust  með Covid- 19 og þar af voru 7 þeirra í sóttkví. 

Meira sjokk að smitast núna

Aðspurð um það hvort að tölur fyrir gærdaginn hafi komið Hjördísi á óvart segir hún ekki svo vera. „Þetta eru aðallega bara leiðinlegar tölur,“ segir hún og heldur áfram. „Ég held að þetta sé þannig að allir voru að vona að þetta færi ekki þangað en miðað við síðustu daga var þetta viðbúið.“

Hins vegar segir hún að fyrir þá sem smitist sé þetta að koma töluvert á óvart. „Það er aðeins meira sjokk að greinast núna. Fólk hélt að þetta væri búið. Þórólfur hefur sagt hingað til að bólusetningin sé ekki hundrað prósent og það hefur vissulega verið í umræðunni frá því að bóluefnið kom til sögunnar. Okkur líður samt eins og það sé hundrað prósent. Eins og til dæmis bóluefni við mislingum, það er 99 prósent virkni í því, í bóluefnum við Covid er það ekki þannig en okkur leið kannski þannig.“

„Þetta er allt orðið svo ruglandi“

Fólk upplifi því ákveðin vonbrigði við það til dæmis að þurfa að fara í sóttkví. „Fólk er mikið að spyrja af hverju það þarf að fara í sóttkví ef það er bólusett. Það er alveg ljóst að þetta orð, fordæmislaust, gildir enn þá þessa dagana. Þetta er enn þá nýtt, þetta eru ekki mislingar eða eitthvað sem við þekkjum öll. Þetta er ný veira.“

Að sögn Hjördísar lýsa vonbrigðin sér líka í því að fólk geti ekki lifað við Covid ástand mikið lengur og hugsi með sér að best sé að smitast. „En hvað með viðkvæmu hópana? Þórólfur og þríeykið horfir alltaf til viðkvæmustu hópana í þjóðfélaginu. Ætlum við að láta veiruna fara inn á hjúkrunarheimilin?“ spyr hún þá. 

Rakningin ruglandi 

Smitrakning almannavarna hefur að sögn Hjördísar gengið erfiðlega fyrir sig síðustu daga vegna þess að fólk hafi komið víða við. „Eðlilega, það eru engar takmarkanir. Því meiri takmarkanir sem eru í gildi því auðveldara er að girða af smit og girða rakninguna af og þar með hóp þeirra sem þurfa að fara í sóttkví. En í dag er það þannig að þegar einhver kemur inn með einkenni eða staðfest smit og hann eða hún er spurð hvar hefur þú verið síðustu tíu daga er erfitt að rekja það. Það er hásumar og gaman að lifa en ekki tuttugu manna samkomutakmarkanir. Það er það sem gerir þetta flókið og erfitt fólk er út um allt og eðlilega.“

„Við erum svolítið að biðla til almennrar skynsemi hjá fólki“ 

Það sem gerir rakninguna en meira ruglandi eins og staðan er í dag er að þeir sem eru bólusettir þurfa síður að fara í sóttkví. Í hverju tilfelli fyrir sig þurfi að fara fram mat á því hversu mikið einstaklingurinn var útsettur fyrir veirunni upp á það hvort hann þurfi að fara í sóttkví. „Segjum eins og í skólunum, þegar smit komu upp þar, þá fór kannski heill árgangur í sóttkví eða á vinnustaðnum. Núna er hvert tilvik metið, miðað við hversu nálægt smitinu einstaklingurinn var því ef hann er bólusettur er hann með einhverja vörn. En ef einstaklingurinn var mjög nálægt og í návígi við veiruna gerir bólusetningin lítið fyrir hann,“ segir hún og heldur áfram:

„Þetta er allt orðið svo ruglandi. Ef einstaklingur var í kringum smitaða manneskju áður en almenningur var bólusettur var enginn spurning um að hann færi í sóttkví en nú er þetta orðið flóknara og ég skil fólk vel að það sé orðið ruglað.“

Þá segist hún einnig skilja vel ef fólk viti ekki hvernig það eigi að hegða sér núna þegar smitum fari fjölgandi en engar reglur, takmarkanir eða tilmæli séu til staðar. „Ég held að á endanum þurfir þú alltaf að meta þetta út frá sjálfum þér. Áttu aldraða foreldra? Ertu nálægt einhverjum í viðkvæmum hóp? Hefur þú áhuga á því að fara á barinn og fara svo að heimsækja einhvern í slíkri stöðu? Þetta hlýtur alltaf að þurfa að enda hjá okkur sjálfum. Hvað við viljum gera á meðan það eru ekki takmarkanir. Við erum svolítið að biðla til almennrar skynsemi hjá fólki en við sem samfélag erum kannski orðin svo leið á þessu og þá nær þetta ekkert inn og maður skilur það vel.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár