8.900 bólusettir í vikunni

4.300 starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila verða bólusettir með bóluefni frá …
4.300 starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila verða bólusettir með bóluefni frá AstraZeneca í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls verða 8.900 einstaklingar bólusettir í vikunni og er um að ræða fyrri bólusetningu hjá öllum. Nú er búið að bólusetja 21.083 á Íslandi og af þeim eru 12.600 fullbólusettir.

Einstaklingar í aldurshópum yfir 80 ára verða bólusettir með 4.600 skömmtum af Pfizer og 4.300 starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila verða bólusettir með bóluefni frá AstraZeneca í vikunni.

73,6% allra Íslendinga sem eru níræðir á árinu eða eldri hafa nú verið fullbólusettir og 4,7% hafa fengið fyrri skammtinn. Á níræðisaldri er búið að bólusetja 28,7% að fullu en bólusetning hafin hjá 9,8%.

Líkt og áður er hlutfall bólusetninga hæst á Austurlandi og Vestfjörðum en lægst á höfuðborgarsvæðinu.

Alls hafa borist 396 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir af bólusetningum. Af þeim er 21 metin alvarleg en ekkert hefur fjölgað í þessum hópi frá því fyrir helgi. Í heildina eru tilkynningarnar vegna bóluefnis Pfizer 176 talsins, 133 vegna Moderna og 87 vegna AstraZeneca. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert