Þurftu að leiðrétta ráðgjöf fyrir tvo stofna

Úr ralli norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Stofnunin þurfti að leiðrétta veiðiráðgjöf vegna …
Úr ralli norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Stofnunin þurfti að leiðrétta veiðiráðgjöf vegna tveggja stofna. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Það kemur fyrir að mannleg mistök verða jafnvel hjá færustu sérfræðingum og hefur norska hafrannsóknastofnunin Havforskningsinstituttet (HI) í tvígang þurft að leiðrétta ráðgjöf sína fyrir 2022, en tilkynningar þess efnis voru birtar á vef stofnunarinnar 4. október.

Leiðrétta þurfti ráðlagðan afla í norðlægri ýsu í kjölfar þess að uppgötvaðist villa í hugbúnaði sem HI styðst við, Stox. Þegar HI gaf út ráðgjöf sína um miðjan júnímánuð nam hún 180.003 tonnum en í kjölfarið uppgötvaðist villan og hefur verið birt ný ráðgjöf og er hún 178.532 tonn.

„Eftir að villurnar fundust endurreiknuðu vísindamennirnir stofnstærðir ýsu og þorsks á Norðurslóðum. Breytingar í stofnstærðum voru lítilvægar. Kvótaráðgjöf fyrir ýsu hefur verið lækkuð um innan við 1 prósent og engin breyting verður á ráðgjöf í þorski,“ segir í tilkynningu um galla í Stox.

Ekki hér á landi

„Stox er notað við útreikninga í makríl og norsk-íslenskri síld en stofnmat í þeim stofnum er unnið á vegum ICES. Hafrannsóknastofnun tekur vissulega þátt í þeirri vinnu,“ svarar Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, er hann er spurður hvort stofnunin notar sama hugbúnað til útreikninga og Norðmennirnir.

Hann segir ekki stuðst við Stox í tengslum við íslenska stofna, til að mynda þorsk, ýsu eða sumargots-síld. „Hafrannsóknastofnun notar ekki Stox til að reikna út aldursgreindan afla eða vísitölur úr stofnmælingum. Stox er hugbúnaður sem þróaður var af norsku Hafrannsóknastofnuninni til að undirbúa gögn fyrir stofnmat. Við útreikning á aldursgreindum afla og vísitölum eru þó notuð forrit sem byggja á svipaðri nálgun og Stox-hugbúnaðurinn byggir á.“

Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri.
Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Getur Hafrannsóknastofnun útilokað að sambærilegar villur vegna hugbúnaðar kunni að koma upp við útreikninga hér á landi?

„Þó að 1.500 tonn sé mikill afli þá ber að hafa í huga að þessi villa í hugbúnaðinum jók ráðgjöfina um minna en 1%. Það er aldrei hægt að útiloka að villur sem þessar komi upp. Reynt er að koma í veg fyrir slíkt með því að fjalla um stofnmat og ráðgjöf einstakra stofna á innanhússfundum þar sem farið er yfir útreikninga og forsendur ráðgjafar. Jafnframt fer fram rýni innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) á stofnmati mikilvægustu nytjastofna eins og þorsks, loðnu, ýsu og karfa.

Sambærileg villa hefur ekki komið upp en í stofnmati á keilu árið 2020 kom í ljós villa í útreikningum á vísitölum sem leiddi að hluta til þess að ráðgjöf lækkaði umtalsvert milli 2019 og 2020. Þetta er rakið í tækniskýrslu stofnunarinnar árið 2020.“

Töldu vitlaust

Í júní gaf HI einnig út ráðgjöf fyrir staðbundna strandþorskinn norður fyrir 67° breiddargráðu. Var upphaflega lagt til að engar veiðar yrðu stundaðar á næsta ári en fyrr í þessum mánuði var tilkynnt um að ráðgjöf stofnunarinnar hafi verið breytt í 7.865 tonn.

„Villuna [í stofnmatinu] má rekja til þess að fjöldi kvarna frá strandþorski var vitlaust skilgreindur sem barentshafsþorskur (n. skrei). Það leit því út fyrir að mun minna væri af strandþorski í fyrra en var í raun,“ segir Geir Huse, framkvæmdastjóri rannsókna hjá HI.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 123,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,48 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Þorskur 93 kg
Skarkoli 18 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.175 kg
4.5.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 801 kg
Samtals 801 kg
4.5.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 897 kg
Þorskur 18 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 921 kg
4.5.24 Kristinn ÞH 163 Þorskfisknet
Grásleppa 159 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 35 kg
Skarkoli 32 kg
Ufsi 17 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 297 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 123,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,48 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Þorskur 93 kg
Skarkoli 18 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.175 kg
4.5.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 801 kg
Samtals 801 kg
4.5.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 897 kg
Þorskur 18 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 921 kg
4.5.24 Kristinn ÞH 163 Þorskfisknet
Grásleppa 159 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 35 kg
Skarkoli 32 kg
Ufsi 17 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 297 kg

Skoða allar landanir »

Loka