Gísli var bestur í áttundu umferðinni

Gísli Eyjólfsson skoraði og krækti í vítaspyrnu gegn KA.
Gísli Eyjólfsson skoraði og krækti í vítaspyrnu gegn KA. mbl.is/Óttar Geirsson

Gísli Eyjólfsson, miðjumaður úr Breiðabliki, var besti leikmaðurinn í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Gísli fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína í leik Breiðabliks gegn KA á sunnudaginn en hann krækti þá í vítaspyrnu og skoraði síðan stórglæsilegt mark, þannig að Blikar unnu leikinn 2:0 og styrktu stöðu sína í toppbaráttu deildarinnar.

Þetta var fimmta mark Gísla í fyrstu átta umferðum deildarinnar og hann er ásamt fleirum næstmarkahæstur í deildinni á eftir liðsfélaga sínum Stefáni Inga Sigurðarsyni.

Gísli hefur leikið með Breiðabliki frá barnæsku og varð Íslandsmeistari í 5. flokki með félaginu árið 2006, rétt eins og fjórir núverandi samherjar hans, þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Sigurjónsson og Alexander Helgi Sigurðarson.

Meira um Gísla og lið áttundu umferðarinnar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert