Þessir átta eru tilnefndir sem leikmaður ársins í úrvalsdeildinni

Mo Salah er tilnefndur.
Mo Salah er tilnefndur. AFP/Paul Ellis

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur tilkynnt hvaða átta leikmenn koma til greina sem leikmaður ársins í deildinni.

Topplið Manchester City á tvo leikmenn á listanum, þá Kevin De Bruyne og Joao Cancelo. Báðir hafa þeir spilað risa stóran þátt í því að City sé við það að tryggja sér titilinn.

Liverpool, sem er skrefi á eftir City í deildinni á einnig tvo leikmenn á lista. Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold koma báðir til greina. Salah er markahæstur í deildinni og hefur lagt upp flest mörk en Alexander-Arnold hefur lagt upp næst flest.

Jarrod Bowen leikmaður West Ham er einnig á lista en hann hefur átt frábært tímabil. West Ham er í sjöunda sæti deildarinnar, enn í séns á að ná Evrópudeildar-sæti en allt útlit er fyrir að Sambandsdeildin verði niðurstaðan.

Bukayo Saka leikmaður Arsenal kemur einnig til greina en hann hefur spilað mjög vel á tímabilinu. Arsenal er í harðri baráttu um fjórða sætið, sem gefur auðvitað sæti í Meistaradeildinni að ári.

Eina liðið sem getur komið í veg fyrir að Arsenal nái Meistaradeildar-sæti er Tottenham. Þeirra besti maður á tímabilinu, Heung-Min Son er einnig tilnefndur en hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar.

Síðastur en ekki sístur er enski miðjumaðurinn James Ward-Prowse. Hann hefur leikið glimrandi vel á tímabilinu með liði Southampton sem er í 15. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert