Harpa og Sunna öflugar í útisigri

Sunna Guðrún Pétursdóttir ver mark Amicitia Zürich.
Sunna Guðrún Pétursdóttir ver mark Amicitia Zürich. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handknattleikskonurnar Harpa Rut Jónsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir létu að sér kveða með liði Amicitia Zürich í gærkvöld þegar það vann góðan útisigur í svissnesku A-deildinni.

Amicitia vann þá Kreuzlingen, 26:23, þar sem Harpa skoraði fjögur mörk fyrir liðið og Sunna Guðrún varði átta skot í markinu, þar af eitt vítakast.

Þetta var mikilvægur útisigur fyrir Amicitia í harðri baráttu um sæti í fjögurra liða úrslitunum um meistaratitilinn. Kreuzlingen er þar í þriðja sæti með 14 stig en Amicitia er nú með 12 stig í sjötta sætinu, stigi á eftir Winterthur og Herzogenbuchsee.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert