Hætt við keppni þriðja árið í röð

Mótið fór síðast fram árið 2019.
Mótið fór síðast fram árið 2019. Skjáskot/CopenhagenGames

Skipuleggjendur danska Counter-Strike mótsins Copenhagen Games tilkynntu í gær að mótið í ár yrði ekki haldið.

Ekki er komin ný dagsetning fyrir mótið en mótshaldararnir sögðu of fáa stuðningsaðila tilbúna að fjárfesta í viðburðinum vera aðalástæða fyrir því að ekkert mót yrði haldið í ár.

Langt síðan síðast

Einungis þrír mánuðir voru til stefnu en þetta er þriðja árið í röð sem ekki næst að halda Copenhagen Games. Copenhagen Games fóru síðast fram árið 2019 en ári seinna þurfti að hætta við mótið vegna kórónuveirufaraldurs í landinu og voru engin mót haldin í um tvö ár.

Þegar átti að fara skipuleggja mótið árið 2022 fundust ekki nægir stuðningsaðilar til þess að bjarga þessu fyrir horn og því var svipuð staða og í ár. 

„Við reyndum að skipuleggja mótið í ár en því miður þurfum við að hætta við það.“ Mótshaldarar segja mikinn áhuga á mótinu en ekki sé hægt að halda mótið af fjárhagslegum ástæðum. 

Árið 2019 bar liðið forZe sigur úr býtum en mótið er stökkpallur fyrir marga leikmenn og eru mörg lið sem fylgjast með mótinu í leit að nýjum leikmönnum.

Margir leikmenn í stærstu liðum heims fengu athygli á Copenhagen Games og því er mikill missir að mótið verði ekki haldið í ár.

HLTV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert