Endurheimti Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli

Verðlaunahafarnir saman á palli.
Verðlaunahafarnir saman á palli. mbl.is/Sigurdur Unnar Ragnarsson

Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki endurheimti í dag Íslandsmeistaratitil sinn í tugþraut þegar Meistaramóti Íslands í fjölþraut lauk á Kópavogsvelli seinni partinn í dag. 

Ingi Rúnar halaði inn 6.501 stig í þrautinni og sigraði eftir nokkuð jafna keppni en Andri Fannar Gíslason úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar fékk 6.373 stig. Ísak Óli Traustason úr Ungmennasambandi Skagafjarðar varð þriðji með 5.997 stig en ÍR-ingurinn Reynir Zöëga náði ekki að ljúka keppni og tók ekki þátt í síðustu tveimur greinunum. 

Ingi Rúnar varð Íslandsmeistari í tugþraut á árunum 2016-2018 en í millitíðinni sigraði Benjamín Jóhann Johnsen úr ÍR tvívegis. 

Árangur Inga í einstökum greinum: 

100 metra hlaup: 11,74 sekúndur, 703 stig.

Langstökk: 6,41 metrar, 677 stig. 

Kúluvarp: 13,93 metrar, 724 stig. 

Hástökk: 1,83 metrar, 653 stig. 

400 metra hlaup: 53,72 sekúndur, 651 stig.

110 metra grindahlaup: 17,35 sekúndur, 588 stig. 

Kringlukast: 40,08 metrar, 666 stig.

Stangarstökk: 4,50 metrar, 760 stig.

Spjótkast: 44,15 metrar, 503 stig.

1.500 metra hlaup: 4:57,15 mínútur, 576 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert