Líður eins og við séum langbesta lið landsins

Birkir Már Sævarsson hefur skorað þrjú mörk í tveimur sannfærandi …
Birkir Már Sævarsson hefur skorað þrjú mörk í tveimur sannfærandi útisigrum Valsmanna síðustu daga. mbl.is/Hari

Valsarinn Birkir Már Sævarsson átti stórleik fyrir Val þegar liðið heimsótti FH í toppslag úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í Kaplakrika í Hafnarfirði í frestuðum leik úr 10. umferð deildarinnar á fimmtudaginn síðasta.

Birkir, sem er 35 ára gamall, skoraði tvívegis í 4:1-sigri Valsmanna sem eru með pálmann í höndunum í efsta sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á FH sem á leik til góða á Val.

Birkir er uppalinn á Hlíðarenda en hann sneri aftur til félagsins fyrir tímabilið 2018 eftir tíu ár í atvinnumennsku með Brann í Noregi og Hammarby í Svíþjóð.

„Við vissum það fyrir leikinn að sigur myndi gera mikið fyrir okkur og setja okkur í ansi þægilega stöðu,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið. „Við mættum 100% einbeittir til leiks og vorum vel undirbúnir. Við vissum nokkurn veginn hvað FH-ingarnir ætluðu að gera, hvar við ættum að sækja á þá og hvernig við áttum að verjast þeim. Mér fannst sigurinn sanngjarn og við erum komnir í ansi góða stöðu á toppnum,“ sagði Birkir sem á að baki 112 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hann hefur skorað níu mörk.

Viðtalið í heild er í Morgunblaðinu í dag ásamt úrvalsliði 10. umferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert