FH skoraði tíu – Gentile með þrennu fyrir Aftureldingu

Afturelding og FH eru bæði komin áfram í 32-liða úrslit …
Afturelding og FH eru bæði komin áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Haraldur Jónasson/Hari

FH skoraði 10 mörk þegar liðið fékk ÍR í heimsókn í 2. umferð Mjólkurbikar kvenna í dag. Tveir aðrir leikir fóru fram í bikarnum í dag, þar sem Afturelding  og Víkingur Reykjavík komust sömuleiðis áfram.

1. deildarlið FH átti sem áður segir ekki í neinum vandræðum með 2. deildarlið ÍR í Skessunni í Hafnarfirði og vann að lokum 10:1 sigur

Í öðrum 1. deildarslag vann Afturelding góðan 3:1 sigur gegn Haukum að Varmá, þar sem Jade Arianna Gentile fór á kostum og skoraði öll þrjú mörk Aftureldingar, tvö í fyrri hálfleik og eitt í þeim síðari. Hildur Karítas Gunnarsdóttir minnkaði svo muninn í uppbótartíma fyrir Hauka.

Í Egilshöllinni mættust svo 2. deildarlið Fjölnis og 1. deildarlið Víkings Reykjavíkur. Þar höfðu gestirnir í Víkingi að lokum betur, 2:1.

FH, Afturelding og Víkingur Reykjavík eru þar með öll komin áfram í 32-liða úrslit. FH mætir þar Víkingi Reykjavík og Afturelding mætir Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert