Tekjur ríkissjóðs 76 ma.kr. hærri en á horfðist

Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu á vef …
Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. mbl.is/Golli

Áætlaðar tekjur ríkissjóðs í ár verða 76 milljörðum króna hærri en búist var við í fjárlögum ársins samkvæmt endurmati fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þar er tekið fram að hækkunin skýrist af meiri umsvifum en áður var gert ráð fyrir og vegna meiri verðbólgu.

Í tilkynningunni er greint frá miklum afkomubata og að jákvæður frumjöfnuður sé áætlaður í fyrsta sinn frá 2019 en útlit er fyrir að tekjur verði um 20 milljörðum umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum og gjöldum. 

Frumjöfnuður batnar á milli ára

Upprunalega var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs yrðu neikvæðar um rúmlega 50 milljarða króna en ef núverandi áætlanir ganga eftir verður afkomubatinn til þess að ríkissjóðir haldi nokkuð aftur af eftirspurn og þar með verðbólguþrýstingi árið 2023.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnar frumjöfnuður ríkissjóðs milli ára. Hann var neikvæður um 185 ma.kr. árið 2021, sem er ríflega 86 ma.kr. betri niðurstaða en áætlað var í fjárlögum þess árs. Í fjárlögum ársins 2022 var gert ráð fyrir halla upp á rúmlega 131 ma.kr. það ár, en hann er nú talinn verða um 50 ma.kr,“ kemur fram í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert