Gylfi: Ekki boðlegt ef þú ætlar að vera gott fótboltalið

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um slælegan varnarleik Liverpool í föstum leikatriðum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Eftir eitt slíkt, hornspyrnu þar sem leikmenn Liverpool missa af boltanum, skoraði Kai Havertz en því miður fyrir þýska framherjann var hann réttilega dæmdur rangstæður.

Í Vellinum voru týnd til fleiri dæmi þar sem leikmenn Chelsea voru fyrri til í boltann eftir föst leikatriði.

„Chelsea áttu einhvern veginn fyrstu snertinguna í öllu. Þetta er ekki boðlegt ef þú ætlar að vera gott fótboltalið, að tapa öllu návígi í föstum leikatriðum,“ sagði Gylfi.

Umræður Gylfa, Bjarna Þórs Viðarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar um rangstöðumarkið, Havertz og varnarleik Liverpool má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert