Hljómsveitin Reykjavíkurdætur tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í mars síðastliðnum með eftirminnilega slagaranum ,,Tökum af Stað” eða „Turn this Around“ í enskri útgáfu. Nú hyggst hljómsveitin gefa út nýja útgáfu af bæði laginu og tónlistarmyndbandinu en lagið kemur einnig út á morgun.
Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Lífinu á Vísi á morgun
Lífið á Vísi mun frumsýna nýtt tónlistarmyndband frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum á morgun, 27. maí, klukkan 12:00.
Tengdar fréttir
Reykjavíkurdætur þakklátar þrátt fyrir ósigur
Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar.
Tuttugu prósent af: Reykjavíkurdætur sömdu nýja útgáfu af Söngvakeppnis laginu í gegnum Twitter þráð
Flestir kannast við að ruglast stundum á lagatextum og syngja jafnvel vitlausan texta í langan tíma án þess að átta sig á því. Twitter notandinn Stefán Snær birti færslu á miðlinum um helgina þar sem hann heyrir Reykjavíkurdætur syngja hátt og snjallt „Tuttugu prósent af“ í Söngvakeppnis laginu „Tökum af stað“.
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina
Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni.