Spjallmenni sveitarfélaga koma ekki upp orði í bráð

Mikil framþróun hefur orðið í gervigreind að undanförnu.
Mikil framþróun hefur orðið í gervigreind að undanförnu. AFP/Lionel Bonaventure

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust í gerð svokallaðra spjallmenna sem eiga að sinna einföldum fyrirspurnum íbúa á heimasíðum sveitarfélaganna. Fjögur tilboð bárust í verkið, frá Zealot, Reon, Origo og Advania, en nýlega var ákveðið að hafna þeim öllum.

Mikil framþróun í gervigreind

Hrund Valgeirsdóttir, verkefnisstjóri í stafrænni umbreytingu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að stýrihópur um verkefnið hafi tekið þessa ákvörðun í ljósi breytinga á síðustu vikum. „Það hefur orðið mikil framþróun í gervigreind og það hefur áhrif. Við erum að fara að ræða næstu skref, hvort farið verði í nýja verðfyrirspurn eða hvað,“ segir hún.

Ljóst sé að áform um innleiðingu spjallmenna í sumar eða haust verði ekki að veruleika en áfram verður þó unnið að verkefninu. „Nei, þetta gengur svolítið í hægagangi. Því miður, það væri gaman ef þetta gengi hraðar.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert