Fær ekki að hitta Filippus prins

Filippus prins dvelur á sjúkrahúsi um þessar mundir.
Filippus prins dvelur á sjúkrahúsi um þessar mundir. AFP

Elísabet II. Bretlandsdrottning fær ekki að hitta eiginmann sinn Filippus prins sem dvelur nú á spítala. Strangar takmarkanir vegna kórónuveirunnar gilda um heimsóknir á spítalana þar ytra. 

Prinsinn hefur verið á King Edw­ards VII.-spít­al­anum í London frá 16. febrúar vegna sýkingar en var færður á St Bartholomew-spítalann í gær þar sem verið er að fylgjast með hjartakvilla. Þetta kom fram í tilkynningu frá Buckingham-höll í gær. 

Þetta er lengsta spítaladvöl prinsins en hann er 99 ára og hefur almennt verið við góða heilsu. Hann verður 100 ára í júní.

Drottningin mun ávarpa þjóðina á sunnudaginn næstkomandi í tilefni af breska samveldisdeginum (Commonwealth Day) og virðist sem þær áætlanir muni standast þrátt fyrir ástand prinsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir