LIV-kylfingar mega keppa á Opna breska

Dustin Johnson er einn þeirra sem keppa á LIV-mótaröðinni.
Dustin Johnson er einn þeirra sem keppa á LIV-mótaröðinni. AFP/Andres Redington

Forráðamenn The Open, opna breska mótsins í golfi, tilkynntu í dag að kylfingar sem taka þátt í hinni umdeildu LIV-mótaröð um þessar mundir fái að keppa á mótinu sem hefst á St. Andrews í Skotlandi 14. júlí.

Keppendur á LIV-mótaröðinni hafa verið reknir af bandarísku PGA-mótaröðinni en fengu hinsvegar að keppa á risamótinu í Brookline um síðustu helgi, Opna bandaríska mótinu.

„The Open er elsta meistaamótið í golfinu og frá stofnun þess árið 1860 hefur áhersla verið lögð á að það sé opið. Kylfingar sem hafa unnið sér keppnisrétt á mótinu í samræmi við reglur þess munu verða með á St. Andrews," sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri mótsins, í yfirlýsingu í dag.

LIV-mótaröðin er umdeild í golfheiminum þar sem hún er fjármögnuð af ríkisstjórn Sádi-Arabíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert