„Ég mun setja piss upp í munninn á þér, maður“

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Ljósmynd/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir margvísleg brot; fíkniefnalagabrot, líkamsárás, umferðarlagabrot, vopnalagabrot, hótanir, rán, eignaspjöll og húsbrot og loks brot í nánu sambandi. Gróflega talið upp úr dómi mannsins, virðast brot hans hafa verið rúmlega 30 talsins og af margvíslegum toga.

Dómur yfir manninum er langur og er það helst vegna þess fjölda smáskilaboða, skilaboða á samfélagsmiðum og tölvupósta sem rakinn er í dómnum. Með háttsemi á þeim vettvangi braut maðurinn meðal annars gegn fyrrum sambýliskonu sinni, vinkonum hennar, eigin systur og loks öðrum karlmanni.

Ógeðfelld skilaboð

Meðal þess sem hann sagði við vinkonu fyrrum sambýliskonu sinnar:

  • „En einsvo ég segi það var verið að boða mig í S-töku og ef ég fer inn þá má T eiga von á því að ég mun berja hana brjóta í henni bein og ég mun ræna hana, ég mun neyða hana í að láta mig fá kortið sitt og pin og taka  allt  útaf.  Ég mun  komast  að  því  á  hvaða  tímum  hún  er  að  vinna  ég  á vinkonur þar sem hún vinnur, ég mun sitja um hana þangað til ég sé hana og ég mun berja hana svo ílla. Og nú er ég ekki að djóka. Ef hún vill sleppa við þetta þá skal hún og segja að þetta allt saman hafi ekki verið frá mér.“

Meðal þess sem hann sendi í smáskilaboðum á systur sína:

  • „Það er ekkert dóp hérna á heimilinu en ef ég sé lögregluna koma og leita hérna þá kem ég heim til S og afa með hníf drep ykkur öll.“
  • „Um leið og ég losna þá fer ég strax í það að kveikja í húsunum ykkar. Drepa ykkur öll ef þið komið mér inn. Þa er mer orðið aaaaaalveg sama um ykkur oll.“

Meðal þess sem hann sendi á óþekktan karlmann í gegnum Facebook auk myndasendinga þar sem hann heldur á alls kyns vopnum:

  • „I will kill you, literaly.“
  • „I will litteraly pee on your face.“
  • „Im going to put piss in your mouth man.“

Meðal þess sem hann sagði við fyrrum sambýliskonu sína, en hann sendi henni meðal annars að minnsta kosti 1.000 skilaboð sem til þess voru fallin að vekja hjá henni ótta um líf sitt:

  • „Ég er að fara fokking berja þig í klessu ef þú borgar mér ekki þó ég fari inni fangelsi nú er mér orðið drullu sama. Fokkar ekkert svona í mér og kemur svona fram við mig, ég var bara góður við þig helvítis mellan þín. Þú færð það sem þú gefur mundu það. Ég er að fara finna þig. Ég veit að þú lentir í Reykjavík klukkan 5 í dag. Shit eg er að fara fokking eta þig. Ég er að fara stúta þér.“
  • „Ég mun drepa þig einn daginn. Þú skemmdir framtíðar plönin mín.“
  • „Einn daginn þá muntu deyja á dulafullan hátt.“

Dæmdur til að greiða hátt í 10 milljónir

Auk tveggja ára fangelsisvistar var maðurinn dæmdur til þess að greiða fyrrum sambýliskonu sinni 900 þúsund krónur í miskabætur, auk 577 þúsund króna málskostnað.

Óþekkta manninum skal maðurinn greiða 500 þúsund krónur í miskabætur, auk 406 þúsund króna málskostnað.

Þá skal hann greiða ríkissjóði allan sakarkostnað, þar með talið laun verjanda síns, aksturskostnað hans og annan sakarkostnað, upphæð: tæpar 6 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert