Sakna fleiri tenginga við stjörnustríðið

Köngulóarmaðurinn ræður ríkjum í Fortnite.
Köngulóarmaðurinn ræður ríkjum í Fortnite. Skjáskot/Fortnite

Tölvuleikurinn Fortnite kveður nú samstarfið við Stjörnustríð í bili og við tekur nýtt tímabil með Köngulóarmanninum í fararbroddi. Nokkrir glöggir aðdáendur leiksins sakna þó nokkurra viðburða sem voru kynntir á Twitter-síðu framleiðandans en birtust aldrei í leiknum.

Þann 8. maí birti Fortnite á Twitter-síðu sinni textann „Roger, Roger“ og tóku aðdáendur því sem tilkynningu um að fleiri persónur úr myndunum myndu líta dagsins ljós í leiknum. Dagarnir liðu og nú hefur Stjörnustríð kvatt leikinn án aukinna viðbóta eftir Twitter-færsluna. 

Það þykir heldur ólíklegt að fleiri persónur úr Stjörnustríði muni birtast í leiknum núna þar sem Köngulóarmaðurinn og Stjörnustríð eiga lítið sameiginlegt. Hins vegar þykir líklegast að næst þegar Fortnite fer í samstarf við Stjörnustríð muni spilarar sjá fleiri persónur.

Disney gefur út þætti í ágúst sem fjalla um hliðarsögu Stjörnustríðsins en spilarar telja þó að frekar langt sé í næsta samstarf.

Köngulóarmaðurinn ræður nú ríkjum í Fortnite og kynnti framleiðandinn til leiks köngulóarvefinn sem sló í gegn í fyrra skiptið sem samstarfið átti sér stað en köngulóarvefurinn gerir spilurum kleift að ferðast hratt um kortið og koma andstæðingum að óvörum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert