Falla frá sóttkví og smitrakningu heilbrigðra

Frá Helsinki.
Frá Helsinki. AFP

Borgaryfirvöld í Helsinki og ellefu annarra bæja í Uusimaa-héraði í Finnlandi hafa tilkynnt um breytingar á smitrakningu og sóttkví þeirra sem berskjaldaðir eru fyrir smiti á Covid-19. 

Yle News greinir frá.

Í yfirlýsingunni sem gefin var út á mánudaginn segir að smitrakning verði aðeins gerð í kringum hópa sem eru taldir viðkvæmir fyrir sýkingu. Breytingarnar tóku gildi sama dag. 

Þýðir það að fólk sem verður berskjaldað fyrir smiti innan fjölskyldu, í vinnu, í skóla eða í öðrum hversdagslegum aðstæðum þarf ekki að fara í sóttkví.

Sýktu og berskjölduðu fólki er í staðinn ráðlagt að fara með mikilli gát og gæta persónubundinna sóttvarna til að draga úr líkum á að sýkja aðra. 

Ef fólk er með lítil einkenni og er ekki í áhættuhópi ætti það ekki að skrá sig í PCR-próf heldur halda sig heima, segir í yfirlýsingunni. 

Auk  Helsinki eiga nýju reglunar við Espoo, Hyvinkää, Järvenpää, Kerava, Kirkkonummi, Mäntsälä, Nurmijärvi, Pornainen, Porvoo, Tuusula og Vantaa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert