Jóhann Berg tæpur fyrir helgina

Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley gegn Tottenham í vetur.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley gegn Tottenham í vetur. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson er smávægilega meiddur og óvíst hvort hann geti spilað með Burnley gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á mánudaginn. Stjóri Burnley, Sean Dyche, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn er meiddur í kálfa og var sendur heim úr landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Englandi á Wembley í gær. Dyche sagði svo í dag að læknateymi liðsins mun fylgjast með Jóhanni um helgina.

Burnley hefur enn ekki unnið deildarleik á tímabilinu, liðið er í 19. sæti með tvö stig eftir sjö leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert