Markahæst í góðum útisigri

Hildigunnur Einarsdóttir í landsleik.
Hildigunnur Einarsdóttir í landsleik. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskona í handknattleik var í stóru hlutverki hjá Leverkusen þegar lið hennar vann Metzingen á útivelli, í þýsku 1. deildinni, efstu deildinni þar í landi, í kvöld.

Hildigunnur var ásamt öðrum leikmanni markahæst í liði Leverkusen með 5 mörk en lið hennar vann 25:23 eftir að staðan var 13:13 í hálfleik.

Leverkusen er þá komið með tvo sigra og tvö töp í fyrstu umferðum tímabilsins en liðið er í níunda sæti af fimmtán og á einn til tvo leiki til góða á flest önnur lið í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert