Þorsteinn, Bryndís, Guido og Stjörnu-Sævar til KPMG

Sævar, Þorsteinn, Bryndís og Guido.
Sævar, Þorsteinn, Bryndís og Guido. Ljósmynd/Aðsend

KPMG hefur nýlega fengið til starfa fjóra nýja sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson.

Bryndís gefur sveitarfélögum ráð

Í tilkynningu segir að Bryndís hafi hafið störf í ráðgjöf og muni sérhæfa sig í þjónustu við ríki og sveitarfélög.

Bryndís starfaði áður sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og Útlendingastofnun.

Hún var forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar árin 2010-2014 og hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða fyrir bæði sveitarfélög og ríki. Bryndís er með BA- og ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. 

Guido aðstoðar fyrirtæki

Guido hefur hafið störf í ráðgjöf og mun sérhæfa sig í því að aðstoða fyrirtæki og opinbera aðila við úttekt, skipulagningu og innleiðingu á stafrænum umbreytingum.

Guido hefur yfir 20 ára reynslu frá London, Munchen og Quito og hefur áður starfað hjá Amazon, Deloitte og Futura Innovation Lab. Hann lærði greiningu og hönnun kerfa í Suður-Karólínuháskóla og er með MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla.

Sævar í sjálfbærni

Sævar hefur hafið störf í ráðgjöf og mun sérhæfa sig í sjálfbærni og umhverfismálum. Sævar er jarðfræðingur að mennt, kennari, dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera rithöfundur.

Hefur hann ekki síst verið þekktur undir viðurnefninu Stjörnu-Sævar, sökum mikils áhuga á himingeimnum.

Hann starfaði áður í teymi loftslags og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, auk þess að starfa sjálfstætt við ýmis verkefni sem tengjast vísindamiðlun.

Þorsteinn kemur frá Texas

Þorsteinn hefur hafið störf í ráðgjöf og mun sérhæfa sig á sviði fjármála- og rekstrarráðgjafar. Þorsteinn er viðskiptafræðingur með yfir 20 ára reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja og hefur leitt tugi viðskipta með fyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis. 

Auk fyrirtækjaviðskipta hefur Þorsteinn víðtæka reynslu að fyrirtækjarekstri og starfaði um árabil í upplýsingatækni, áður en hann fór til starfa á fyrirtækjasviði Straums-Burðaráss, fjárfestingabanka.

Undanfarin 14 ár hefur Þorsteinn búið í Austin, Texas þar sem hann hefur starfað sjálfstætt við fjármála-, fjárfestinga- og rekstrarráðgjöf.

60 starfsmenn við ráðgjöf

Í tilkynningunni er tekið fram að KPMG veiti fyrirtækjum fjölbreytta þjónustu á sviði ráðgjafar. Starfa um 60 sérfræðingar við ráðgjöf hjá félaginu.

Að auki vinnum við mikið með öðrum aðildarfyrirtækjum KPMG um allan heim til þess að draga að bestu þekkingu í þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Viðskiptavinir okkar í ráðgjöf eru fyrirtæki af öllum stærðum, sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK