Bandarísk fimleikakona með smit í Japan

Simone Biles er í Inzai og býr sig undir keppnina …
Simone Biles er í Inzai og býr sig undir keppnina á Ólympíuleikunum. AFP

Ein af bandarísku fimleikakonunum sem eru komnar til Japans til að keppa á Ólympíuleikunum hefur greinst smituð af kórónuveirunni.

Þetta staðfesti talsmaður borgarinnar Inzai, skammt austur af Tókýó, en þar dvelur bandaríska fimleikaliðið og býr sig undir keppni á leikunum.

Fram kemur að viðkomandi sé undir tvítugu og samkvæmt frétt Reuters eru hinar 18 ára gömlu Sunisa Lee og Grace McCallum þær sem koma til greina úr aðalkeppnisliði Bandaríkjanna. Með þeim í hópnum er m.a. fremsta fimleikakona heims, Simone Biles, sem er 24 ára gömul. Þá er ekki útilokað að um einhvern af varamönnum þeirra sé að ræða.

Uppfært kl. 12.35
Bandaríska fimleikasambandið hefur staðfest að um varamann í bandaríska liðinu hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert