fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 21:46

Samsett mynd: Anton Kristinn Þórarinsson (t.v.) og Steinbergur Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, telur að Anton muni fara fram með fjárkröfur á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds og bendlun lögreglu á nafni hans við Rauðagerðismálið. Að mati Steinbergs dylgjaði lögregla um meinta hlutdeild Antons í málinu eftir að grunur um slíkt hafði veikst verulega eftir því sem rannsókninni miðaði fram.

„Það vekur athygli í þessu máli að lögregla bendlar hann við morðmál og ekki síst við skipulagða brotastarfsemi. Eftir að grunur gegn honum hafði fjarað smám saman út, að ég tel, þá hélt lögreglan áfram að gefa mögulega aðild hans í skynׅ“,  segir Steinbergur í viðtali við DV.

Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið ákærður fyrir samverknað um morð á Albananum Armando Beqiri, þar af er landi hans, Angjelin Sterkhaj, sem hefur játað að hafa orðið Armando að bana með skammbyssu með hljóðdeyfi.

Lögregla of fljót að álykta um skipulagða glæpastarfsemi

„Samverknaður er næsta stig fyrir neðan skipulagða glæpastarfsemi en sú skilgreining á tæpast við hér,“ segir Steinbergur en hann telur að lögregla sé oft of fljót á sér að fullyrða um skipulagða glæpastarfsemi. Hann telur að þeir sem hér eiga í hlut hafi ekki komið að skipulagðri glæpastarfsemi og raunar telur hann að vinir Angjelins sem hafa haft stöðu sakbornings í málinu hafi ekki endilega vitað um áform Angjelins um að myrða Armandos.

Eftir því sem Steinbergur kemst næst er morðástæðan persónuleg átök milli Armandos og Angjelins sem hafi farið úr böndunum.

„Ég tel að fyrsta kenning lögreglu í málinu hafi verið sú að umbjóðandi minn hafi komið að þessu vegna þess að það voru einhverjir vinir hins látna sem bentu á hann og töldu hann hafa átt hlut að máli og jafnvel að hann hefði flutt einhverja menn inn til landsins til að framkvæma verkið. Slíkt eitt og sér, þ.e. vitnisburður fleiri en eins, getur dugað sem rökstuddur grunur. En rökstuddur grunur þarf að stykjast þegar líður á rannsóknina – ekki öfugt. Það kom að mínu viti fljótt í ljós að þetta var með einhverjum allt öðrum hætti en þessi fyrsta kenning um hvað hefði gerst.“

Segir að lögregla hefði átt að hreinsa Anton á blaðamannafundinum

Steinbergur telur að lögregla hafi vitað þegar blaðamannafundur um málið var haldinn í mars að Anton væri saklaus af allri hlutdeild í þessum glæp. „Þegar blaðamannafundurinn var haldinn lá fyrir að Anton hefði væntanlega aldrei komið að þessu. Lögreglan hefði þá átt að hreinsa hann af málinu miðað við það sem þá lá fyrir. En þeir halda þá uppi dylgjum um að henn tengist enn málinu og svo halda þeir áfram með þetta farbann að loknu gæsluvarðhaldi sem hafði þá engan grundvöll lengur.“

Steinbergur telur að mannorðsskaði Antons af málinu verði seint fullbættur: „Það að lenda í gæsluvarðhaldi er þungbært fyrir hvern sem er. En að vera stillt upp sem mögulegum morðingja og eftir atvikum vera bendlaður við skipulagða glæpastarfsemi án þess að það sé rökstutt á neinn hátt – það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir. Bletturinn af slíku hverfur aldrei og bætur geta seint verið nægilega háar til að bæta þann skaða. Vonandi er að þeir sem lenda í slíku geti fylgt sínum málum eftir með þeim hætti að samfélagið og lögregla þess geti lært af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Í gær

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut