Farið að hvessa víða um land

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að farið sé að hvessa víða um land og að færð á vegum á norðvesturhorninu sé farin að versna.

Búist er við því að bál­hvasst verði einkum vest­an og norðan ­til fram undir morgun. App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi fyr­ir Breiðafjörð, Vest­f­irði, Strand­ir og Norður­land vestra. 

Hríðarbyl er spáð á flest­um fjall­veg­um. Í nótt og á morg­un er reiknað með þétt­um élj­um vest­an ­til, og þá einnig á lág­lendi. Blint verður og skafrenn­ing­ur á fjall­veg­un­um.  

„Núna er farið að hvessa duglega og á næsta klukkutímanum ætti að vera orðið ansi hvasst víða á landinu. Fyrst í stað verður þetta rigning alla vega hérna suðvestan til á landinu, en síðan í nótt mun þessi úrkoma breytast í éljagang og snjókomu á köflum,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur. 

Búist er við því að veðrið gangi yfir á morgun. 

„Veðrið mun ekki ganga yfir fyrr en síðdegis á morgun. Núna í kvöld er þetta frekar mikill vindur og rigning eða slydda, en svo á morgun verður þetta vindur og éljagangur eða snjókoma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert