Holland skoraði sex – Noregur í öðru sæti

Virgil van Dijk skoraði fyrsta markið.
Virgil van Dijk skoraði fyrsta markið. AFP

Holland átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 6:0-sigur á Gíbraltar á heimavelli í undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld.

Memphis Depay skoraði tvö mörk fyrir Holland og þeir Virgil van Dijk, Denzel Dumfries, Arnaut Danjuma og Donyell Malen skoruðu hin mörkin.

Holland er á toppi G-riðils með 19 stig. Noregur er í öðru sæti með 17 stig eftir 2:0-sigur á Svartfjallalandi í Ósló. Mohamed Elyounoussi skoraði fyrra markið á 29. mínútu og seinna markið í uppbótartíma.

Mohamed Elyounoussi skoraði bæði mörk Norðmanna.
Mohamed Elyounoussi skoraði bæði mörk Norðmanna. AFP

Rússland fór upp fyrir Króatíu og upp í toppsæti H-riðils með 2:1-útisigri á Slóveníu. Igor Diveev og Georgiy Dzhikiya skoruðu mörk Rússa en Josip Ilicis minnkaði muninn fyrir Slóveníu.

Króatía gerði 2:2-jafntefli við Slóvakíu á heimavelli. Ivan Schranz kom Slóvakíu yfir á 20. mínútu en Andrej Kramaric jafnaði fyrir Króatíu á 25. mínútu. Lukas Haraslín kom Slóvakíu aftur yfir á 45. mínútu en Luka Modric jafnaði á 71. mínútu og þar við sat.

Önnur úrslit í kvöld:
Eistland – Wales 0:1
Hvíta-Rússland – Tékkland 0:2
Lettland – Tyrkland 1:2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert