Logi Tómasson leikmaður Víkinga segir að leikmenn liðsins séu spenntir fyrir leiknum gegn Riga á morgun. Hann segir að Víkingar vilji sýna að þeir geti gert betur en í fyrri leiknum.
„Við erum spenntir að fá þá hingað á okkar völl og spila betri bolta en við gerðum í fyrri leiknum.“
Víkingar áttu í erfiðleikum með að ná takti í leiknum í Lettlandi og sigur Riga sanngjarn í þeim leik.
„Þetta var bara ekki okkar dagur og við einhvern veginn gáfum þeim leikinn. Við spiluðum boltanum á vondum stöðum upp í hendurnar á þeim. Við áttum vondan dag og ætlum að mæta sterkari til leiks á morgun.“
Logi er á því að möguleikar séu til staðar fyrir Víkinga.
„Þeir eru með góða einstaklinga en við eigum alveg séns á móti þeim þó við séum 2-0 undir. Við getum gert ótrúlega hluti hérna á heimavelli. Það er mikill munur fyrir þá að mæta á gervigras miðað við grasið þeirra. Við eigum bara góða möguleika á móti þeim held ég.“
Lettneska liðið keypti á dögunum leikmann á 1,6 milljón evra, upphæð sem er langt fyrir ofan það sem íslensk lið ráða við að borga.
„Þeir eru dýra leikmenn og meira fjármagn en við en ég held það sé ekkert svo mikill munur á þessum liðum. Við verðum allavega að reyna að sýna það á morgun og höfum trú á verkefninu,“ bætti Logi við og sagði Víkigna í hefndarhug.
„Já, það er bara svoleiðis.“