Vatn flæddi inn í Skautahöllina í Laugardal

Grenjandi rigning og talsverð hláka er á höfðuðborgarsvæðinu en vatn …
Grenjandi rigning og talsverð hláka er á höfðuðborgarsvæðinu en vatn flæddi inn í Skautahöllina í Laugardal á þriðja tímanum í dag. Samsett mynd

Vatn flæddi inn í Skautahöllina í Laugardal á þriðja tímanum í dag.

Svo virðist sem niðurföll við bygginguna hafi ekki haft undan og vatnið leitað inn í anddyri Skautahallarinnar en byggingin stendur nokkuð lágt í Laugardal.

Egill Eiðsson, forstöðumaður Skautahallarinnar, segir ekki um mikið vatn hafa verið að ræða og engar sjáanlegar skemmdir séu á byggingunni.

Man ekki eftir öðru eins

„Anddyrið er flísalagt svo þetta var ekkert alvarlegt. Við skófum þetta bara út af lægsta punktinum og yfir smá hæð sem þurfti að fara yfir til að koma þessu í burtu. Það var búið að redda málunum þegar slökkviliðið kom á svæðið.“

Egill segist ekki hafa upplifað leka með þessum hætti þau fjórtán ár sem hann hefur starfað í húsinu.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka