NAVI eru sigurvegarar IEM Cologne

Lið NAVI við verðlaunaafhendinguna.
Lið NAVI við verðlaunaafhendinguna. Skjáskot/twitch.tv/ESL_CSGO

Loka­stig In­tel Extreme Masters í Köln, Þýskalandi, bet­ur þekkt sem ein­fald­lega „Colog­ne“ lauk í gær með sigri Natus Vincere á G2 Esports. NAVI eru því sigurvegarar fyrsta mótsins í Coun­ter-Strike: Global Of­fensi­ve sem ekki spil­ast yfir netið í meira en ár. Tæplega 50 milljónir íslenskra króna voru veittar fyrir fyrsta sætið í mótinu þetta árið.

Liðin sem unnu seinna stig í úrslitum

NAVI og G2 höfðu unnið sína hópa í öðru stigi mótsins og voru því þegar komin í undanúrslit þegar þriðja og seinasta stig mótsins hófst á föstudag. Þar mættu liðin FaZe Clan og Astralis, hvort fyrir sig, en höfðu bæði betur og tryggðu sér sæti í úrslitum á laugardaginn. NAVI unnu FaZe 2-0 og G2 unnu Astralis 2-1.

Leikjatré lokastigs mótsins fram að úrslitum.
Leikjatré lokastigs mótsins fram að úrslitum. Skjáskot/Liquipedia

Margt sameiginlegt með seinasta móti

Merkilegt er að draga fram að af fjórum liðunum í efstu sætum mótsins eru þrjú þeirra, G2, NAVI og Astralis, þau sömu og voru í fjórum efstu sætunum á seinasta LAN móti, IEM Katowice 2020, en þá mættust NAVI og G2 einnig í úrslitum og hafði NAVI einnig betur þá.

Úrslitaviðureign G2 gegn NAVI.
Úrslitaviðureign G2 gegn NAVI. Skjáskot/Liquipedia

Stigataflan segir ekki allt

Þrátt fyrir að stigataflan segi að NAVI hafi unnið 3-0 má ekki segja að viðureignin hafi verið einhliða eða að NAVI hafi átt auðvelt fyrir. Þvert á móti stóðu G2 sig vel í viðureigninni og hefðu kortin vel geta farið á annan veg.

NAVI voru þó betra liðið á endanum og á liðið allt hrós sem það fær verðskuldað, enda stóðu þeir sig ótrúlega vel í viðureigninni og á mótinu öllu. Í lok mótsins var svo leikmaður NAVI, s1mple, útnefndur leikmaður mótsins.

Seinasta umferð í seinasta kortinu. AmaNEk í G2 stendur einn …
Seinasta umferð í seinasta kortinu. AmaNEk í G2 stendur einn eftir gegn fimm meðlimum NAVI og hér er orðið nokkuð ljóst að NAVI munu vinna mótið. Skjáskot/twitch.tv/ESL_CSGO

Hvað nú?

Næsta stórmót í CS:GO verður PGL Major Stockholm. Áætlað er að mótið muni eiga sér stað í Stokkhólmi dagana 23. október til 7. nóvember en að vísu ríkir enn óvissa um hvort að svo muni vera. Eins og mbl.is greindi frá fyrr í mánuðinum gæti verið að mótið verði fært, en enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið.

Þangað til er þó hægt að horfa aftur á alla leiki IEM Cologne á Twitch rásinni ESL_CSGO: www.twitch.tv/esl_csgo

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert