Vesturlandsvegi lokað að hluta á miðvikudagskvöld

Lokað verður fyrir umferð í suðurátt.
Lokað verður fyrir umferð í suðurátt. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Lokað verður fyrir umferð í suðurátt á Vesturlandsvegi við Fiskilæk, hluta hringvegarins, nú á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags. Stefnt er að því að malbika hluta vegarins við Fiskilæk ef veður leyfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá níu að kvöldi miðvikudags og til klukkan níu á fimmtudagsmorgni. Colas Ísland sér um framkvæmdirnar.

Þeir sem verða á leið suður úr Borgarfirði á þessum tiltekna tíma munu þurfa að keyra hjáleið um Melasveitarveg en opið verður fyrir umferð þeirra sem eru á leið sinni norður. Þeir munu geta keyrt við hlið vinnuvélanna.

Vegagerðin biður vegfarendur um að virða merkingar, hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og standa tæki og menn við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert