Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   þri 27. september 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Ég er svo ótrúlega stoltur af þessum gæjum
Davíð Snorri var auðvitað svekktur í leikslok
Davíð Snorri var auðvitað svekktur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn geta verið fúlir en þurfa að muna að þetta er gríðarlega dýrmæt reynsla fyrir framtíðina
Leikmenn geta verið fúlir en þurfa að muna að þetta er gríðarlega dýrmæt reynsla fyrir framtíðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, var ótrúlega svekktur en samt svo stoltur af liðinu eftir markalausa jafnteflið við Tékkland í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins í dag.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Ísland tapaði heimaleiknum 2-1 og þurfti því að minnsta kosti mark til að komast í framlengingu.

Liðið skapaði sér urmul af færum í síðari hálfleiknum og var hársbreidd frá því að koma boltanum í netið. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk dauðafæri undir lok leiks en markvörður Tékka, sem átti magnaðan leik, varði skotið.

Það er enginn vafi á því að það er mikið af frábærum leikmönnum í þessu U21 árs landsliði og segir Davíð að leikmenn hafi grætt fullt á þessum leikjum.

„Nei, eins og ég sagði fyrir leikinn þá ætluðum við að koma út sem sigurvegarar, sækja þetta og græða á þessu. Okei, ég lít alltaf á þessa gaura og þetta lið sem sigurvegara þótt við förum ekki á EM. Við erum að koma á einhvern völl, héldum hreinu og leikplanið gekk nákvæmlega upp og löguðum það sem við ætluðum að gera."

„Þvílíkt flottir, undir þvílíkri pressu og klárlega græðum á þessu og ætluðum að sækja þetta. Við erum með flotta og efnilega leikmenn sem munu spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni og þeir munu græða á þessum leikjum. Við verðum að horfa á það þannig. Frábær vegferð sem þetta lið er búið að vera á þó hún sé búin núna."

„Já, leikplanið það sem við töluðum um og bara hrós á þessa stráka að meðtaka og hvað þeir eru komnir langt taktískt sem leikmenn. Við sýndum þetta týpíska íslenska, þessi liðsheild í því sem við vorum að gera. Hugrakkir, jákvæð orka, einbeiting og allt sem við erum búnir að tala um drá fyrsta degi. Við fengum þessi færi og áttum að skora í dag en svona er fótboltinn. Ég var rosalega ánægður með hvernig leikplanið gekk en erum náttúrulega drullu svekktir með þetta,"
sagði Davíð við Fótbolta.net.

Matej Kovár, markvörður Tékka, var magnaður í leiknum og varði vel. Hann var þeirra besti maður og lykilmaður í því að koma liðinu í lokakeppnina.

„Jájá, Hákon greip inn í þegar það þurfti að gera það hjá okkur. Hann er góður í marki og gott lið sem við erum að spila við og þetta því miður datt ekki en við gerðum allt og skildum allt eftir."

Davíð segir að leikmenn geti alveg leyft sér að vera drullufúlir eftir þennan leik en verða að muna að þeir hafa grætt mikið á þessari dýrmætu reynslu.

„Innst inni verðum við að finna hvað við græddum á þessu og taka það með okkur því erum að spila á mjög háu leveli. Auðvitað erum við drullufúlir því við ætluðum á EM og spila við bestu liðin og ég tel okkur vera þegar við erum 'on' á pari við bestu liðin. Við erum búnir að sýna að við erum að nálgast þau. Ég er svo stoltur af þessum gæum og ánægður með þá og það er ótrúlega svekkjandi að þurfa að fara heim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner