Særði burt Íslenska anda

Phil Foden á Wembley í gærkvöldi.
Phil Foden á Wembley í gærkvöldi. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Phil Fod­en rak út illa anda á Wembley í gærkvöldi er hann skoraði sín fyrstu landsliðsmörk fyrir England og það gegn Íslandi í 4:0-sigri í Þjóðadeild UEFA.

Foden var auðvitað eftirminnilega rekinn úr enska landsliðshópnum og sendur heim frá Íslandi í september eftir að hann braut sóttvarnarlög en tveimur dögum áður hafði hann leikið sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum.

„Að vera sendur heim var ein af erfiðustu stundum lífs míns,“ sagði Foden í samtali við BBC eftir leikinn í gær en hann skoraði tvö mörk framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í síðari hálfleik. „Þjálfarinn hafði trú á mér og ég vildi borga honum tilbaka. Það er mér allt að hann treysti mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert