Lét mikið að sér kveða í bikarnum

Jón Axel Guðmundsson byrjar vel í Þýskalandi
Jón Axel Guðmundsson byrjar vel í Þýskalandi mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Axel Guðmunds­son landsliðsmaður í körfuknatt­leik átti gríðarlega góðan leik fyrir nýja liðið sitt Fraport Skyliners í þýsku bikarkeppninni í dag. Þetta var annar leikur hans með liðinu og fyrsti sigurinn.

Fraport fékk Giessen í heimsókn og vann 86:70-sigur og var Jón Axel lykilmaður í sínu liði. Hann spilað í rúman hálftíma, skoraði sjö stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar og var með næsthæsta framlag allra í leiknum.

Fraport tapaði gegn Göttingen í fyrsta leiknum í fjögurra liða riðli um síðustu helgi en í bik­arn­um leika sex­tán bestu lið Þýska­lands í fjór­um riðlum og sig­urlið riðlanna kom­ast í undanúr­slit. Lokaleikur riðilsins er gegn Vechta á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert