Allir fengu húsnæði á Seyðisfirði

Rýmingin verður endurskoðuð í fyrramálið.
Rýmingin verður endurskoðuð í fyrramálið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir þeir sem þurftu að rýma heimili sín á Seyðisfirði í gærkvöldi fengu húsnæði í bænum, og því hefur enginn þurft að leita til fjölskylduhjálparstöðvarinnar í Herðubreið á Seyðisfirði.

Þetta herma upplýsingar þjónustumiðstöðvar Almannavarna á Seyðisfirði.

Eins og áður hefur komið fram ákvað lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu og ríkislögreglustjóra, að rýma ákveðin svæði á Seyðisfirði vegna úrkomuspár.

Um 70 hús voru rýmd og gekk rýmingin afar vel, en henni lauk klukkan 22:00 í gærkvöldi. Enn er mikil rigning á Seyðisfirði, en rýmingin verður endurskoðuð í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert