Það er hugsanlegt að Jordan Henderson snúi aftur í enska boltann og gangi til liðs við Newcastle. Þetta segir blaðamaðurinn Ben Jacobs.
Henderson, sem var leikmaður Liverpool til margra ára, gekk í raðir Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í janúar en á erfitt með að venjast lífinu þar.
Hann vill því aftur til Evrópu en ekki er víst að enski miðjumaðurinn fái sínu framgengt.
Henderson mun funda með Al-Ettifaq um framtíð sína á næstunni.
Sem fyrr segir er Henderson orðaður við Newcastle en félagið er einmitt í eigu Sáda.
Ajax og Bayer Leverkusen hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegir áfangastaðir.