Hjörtur Logi áfram í Hafnarfirðinum

Hjörtur Logi Valgarðsson í baráttu við Víkinginn Erling Agnarsson í …
Hjörtur Logi Valgarðsson í baráttu við Víkinginn Erling Agnarsson í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir út næstu leiktíð. Hjörtur er uppalinn í Hafnarfirðinum og hefur aldrei spilað með öðru liði hér á landi. FH-ingar staðfestu þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Hjörtur á alls 120 leiki í efstu deild á Íslandi og í þeim fimm mörk. Hann spilaði 14 leiki fyrir FH á nýliðinu tímabili og hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum síðan. Áður spilaði hann með FH frá 2006 til 2010 en fór þá til Gautaborgar í Svíþjóð. Einnig spilaði hann með Örebro og Sogndal í Noregi. Hann er 32 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert