Rússar saka yfirmann tölvuöryggisfyrirtækis um landráð

Talið er að rússnesk yfirvöld hafi beitt sér gegn Sachov …
Talið er að rússnesk yfirvöld hafi beitt sér gegn Sachov eftir að Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhyggjum sínum í samtali við Rússlandsforseta fyrr á þessu ári, að Rússar væru ekkert að gera til að sporna gegn árásum rússneskra tölvuþrjóta gegn vestrænum fyrirtækjum. AFP

Yf­ir­völd í Rússlandi hand­tóku í dag yf­ir­mann eins af fremstu tölvu­ör­ygg­is­fyr­ir­tækj­um lands­ins, en hann er sakaður um landráð. Svo virðist sem að stjórn­völd í Rússlandi séu að beita sér gegn fyr­ir­tæki sem starfi með vest­ræn­um ríkj­um í bar­átt­unni gegn tölvu­árás­um. 

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, lýsti fyrr á þessu ári, í sam­tali við Pútín Rúss­lands­for­seta, yfir áhyggj­um af því að rúss­nesk stjórn­völd gerðu ekk­ert til að sporna gegn rúss­nesk­um tölvu­árás­um sem beind­ust gegn vest­ræn­um ríkj­um. 

Fyr­ir­tækið Group-IB, sem var stofnað árið 2003, sér­hæf­ir sig í að finna og koma í veg fyr­ir árás­ir tölvu­hakk­ara. Fyr­ir­tækið starfar m.a. með alþjóðalög­regl­unni In­terpol, sem og fleiri alþjóðleg­um stofn­un­um. 

Héraðsdóm­stóll í Moskvu hef­ur úr­sk­urðað að hinn 35 ára gamli Ilya Sachov, sem for­stjóri og einn af stofn­end­um fyr­ir­tæk­is­ins, skuli sæta gæslu­v­arðhaldi í tvo mánuði vegna máls­ins. Ekki hafa verið gefn­ar upp frek­ari upp­lýs­ing­ar um ákæru­atriðin. 

AFP-frétta­veit­an seg­ir að mál sem varða ákær­ur um landráð séu vana­lega lokuð. Verði menn fundn­ir sek­ir geta þeir átt yfir höfði sér 12-20 ára fang­els­is­dóm. 

Tals­menn Group-IB sögðu í dag að yf­ir­völd hefðu fram­kvæmt hús­leit á skrif­stof­um fyr­ir­tæk­is­ins í morg­un.

„Æðstu stjórn­end­ur og lög­fræðiteymi vinna nú að því að fá málið á hreint,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið hef­ur sent frá sér. 

Þá hef­ur fyr­ir­tækið enn­frem­ur gefið út, að starfs­menn Group-IB trúi því að Sachov sé sak­laus og hafi ástundað heiðarlega viðskipta­hætti. 

Tass-frétta­stof­an í Rússlandi hef­ur eft­ir heim­ilda­manni inn­an raða rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar að Sachov hafi neitað að hann hafi starfað með er­lend­um leyniþjón­ustu­stofn­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert