Viðráðanlegir mótherjar fyrir Val

Íslandsmeistarar Vals mæta Hayasa frá Armeníu í undanúrslitunum.
Íslandsmeistarar Vals mæta Hayasa frá Armeníu í undanúrslitunum. mbl.is/Árni Sæberg

Valur mætir Hayesa frá Armeníu í undanúrslitum í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu.

Ef Valur vinnur þann leik mætir félagið annaðhvort Pomur­je Belt­inci frá Slóveníu eða Shelbourne frá Írlandi í úrslitum fyrstu umferðarinnar. Þetta eiga að vera vel viðráðanlegir andstæðingar fyrir Val. 

Fyrsta um­ferðin er leik­in dag­ana 18. og 21. ág­úst í einu af löndunum fjórum en félögin eiga að koma sér saman um leikstað.

Þann 1. sept­em­ber verður síðan dregið til 2. um­ferðar sem leik­in er tvær síðustu vik­urn­ar í sept­em­ber. Þar er spilað um sæti í riðlakeppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar sem hefst 19. októ­ber og er leik­in til 22. des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert