Útköllin færast í austur

Björgunarsveitarmenn þurftu að sinna þó nokkrum útköllum í nótt vegna …
Björgunarsveitarmenn þurftu að sinna þó nokkrum útköllum í nótt vegna mikils hvassviðris. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Björgunarsveitarmenn höfðu í mörgu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í nótt á meðan hvassviðrið reið yfir. Slysavarnafélagið Landsbjörg þurfti að fara í þó nokkur útköll en þeim hefur fækkað það sem af er morgni og færast nú í austur.

Karen Ósk Lárusdóttir verkefnastjóri hjá Landsbjörg segir útköllin flest hafa verið af hefðbundnu tagi og varðað fjúkandi muni á borð við trampólín, þakplötur, ruslatunnur og girðingar.

Tilkynning þegar verið send út til ferðamanna

Að sögn Karenar er björgunarsveitin með hefðbundinn viðbúnað á Austurlandi vegna þeirrrar rauðu viðvörunar sem er væntanleg á Austfjörðum klukkan 12 í dag. Hún verður í gildi þar til klukk­an níu í kvöld. Þá tek­ur við app­el­sínu­gul viðvör­un fram eft­ir nóttu.

Tilkynning hefur nú þegar verið send inn á Safe Travel sem á að miðla nauðsynlegum upplýsingum um óveðrið til þeirra ferðamanna sem eru staddir hérlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert