Stofnandinn hefur ekki mætt í 12 ár

Gabe Newell er stofnandi og forseti Valve.
Gabe Newell er stofnandi og forseti Valve. Ljósmynd/Valve

Stofnandi og forseti tölvuleikjaframleiðandans Valve, Gabe Newell, hefur verið viðstaddur setningarathafnir stórmóta í leiknum Dota 2 nokkrum sinnum síðustu ár, en hann hefur aldrei mætt á stórmót í Counter-Strike: Global Offensive.

Nýafstaðið stórmót í Counter-Strike: Global Offensive fór fram í París og var það 19. stórmót leiksins og jafnframt það síðasta áður en Counter-Strike senan fer yfir í nýjan leik, Counter-Strike 2.

Margir aðdáendur leiksins hafa velt því fyrir sér hver ástæðan sé fyrir fjarverunni, en rafíþróttasena leiksins er gríðarlega stór og leikurinn hefur aldrei verið jafn vinsæll og nú.

Sumir segja Newell eiga sinn uppáhaldsleik og það sé ekki Counter-Strike. Nú binda aðdáendur vonir við að hann láti sjá sig á næsta ári þegar fyrsta stórmótið í Counter-Strike 2 fer fram, en um 300 dagar eru í það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert