Kína samþykkir kaup Microsoft

Microsoft reynir nú að klára kaupin.
Microsoft reynir nú að klára kaupin. Skjáskot/AB

Með hverjum líðandi degi aukast líkur á að Microsoft gangi frá kaupum á tölvuleikjaframleiðandanum Activision Blizzard. Á dögunum gaf samkeppniseftirlit Kína grænt ljós á kaupin en þetta eru stærstu kaup í sögu tæknigeirans.

Microsoft kaupir Activision Blizzard á yfir 9600 milljarða íslenskra króna eða 68,7 milljarða bandaríkjadollara. 

Æðislegir spilarar

Kína fer nú í hóp 37 landa sem hafa gefið grænt ljós á kaupin en Microsoft reynir nú allt hvað það getur til þess að reyna að snúa ákvörðun Bretlands við. Activision gaf út tilkynningu er svar Kína barst í hús og í tilkynningunni segir:

„Við erum glöð að fá jákvætt svar frá Kína, sem fer í hóp landa sem styður sanngjarna samkeppni á leikjamarkaði. Við munum sinna kínverskum leikjamarkaði vel þar sem fjölmargir æðislegir spilarar eru búsettir“. 

Forstjóri leikjadeildar Microsoft, Phil Spencer, segir að Activision Blizzard þurfi ekki að standast neinar væntingar frá Microsoft heldur geti Activision Blizzard hjálpað Microsoft og Xbox að búa til betri leiki og glatt fleiri spilara. 

Microsoft sækist nú eftir því að fá grænt ljós frá Bandaríkjunum og Bretlandi til þess að klára þessi risa kaup. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert