Litlar breytingar á veðri

Áfram má búast við björtu og hlýju veðri fyrir austan.
Áfram má búast við björtu og hlýju veðri fyrir austan. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Í dag, á morgun og í komandi viku má búast við því að veður verði áfram eins og síðustu daga. Skýjað verður og dálítil væta af og til með suðvestur- og vesturströndinni, en bjart veður og hlýtt annars, einkum fyrir austan. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestan 5-13 m/s og dálítil væta á vestanverðu landinu, en léttskýjað fyrir austan. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast austan til.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu, en þurrt og víða bjart eystra. Áframhaldandi hlýindi.

Á föstudag og laugardag:
Fremur hæg suðvestlæg átt og dálitlar skúrir, en bjartviðri austan til. Áfram hlýtt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðvestlæga átt, bjart og hlýtt veður austanlands en skýjað og dálítil úrkoma um vestan- og suðvestanvert landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert