Drengjum bjargað við Elliðavatn

Kalla þurfti út dælubíl og sjúkrabíl eftir að drengir komust …
Kalla þurfti út dælubíl og sjúkrabíl eftir að drengir komust í sjálfheldu á Elliðaárvatni. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kalla þurfti út dælubíl og sjúkrabíl eftir að nokkrir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni.

„Það voru einhverjir drengir sem höfðu verið að álpast út á Elliðavatn, þeir komust þar á einhverja eyju og urðu hálfgerðir strandaglópar,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Að sögn hans var málið leyst á stuttum tíma.

„Við tókum dælubíl og bát og bretti með okkur, þannig að þetta var leyst á stuttum tíma,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Elliðavatn í flugsýn.
Elliðavatn í flugsýn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert