Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Auglýsing

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga telur það ekki vera nógu skýrt í drögum að reglu­gerð um neyslu­rými hver muni beri ábyrgð á þeirri starf­semi sem fram fer í tengslum við neyslu­rými. Þetta kemur fram í nýrri umsögn sam­bands­ins um drögin sem finna má í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.



Á vor­dögum sam­þykkti Alþingi frum­varp til laga um um breyt­ingu á lögum um ávana- og fíkni­efni sem heim­ilar sveit­ar­fé­lögum að stofna og reka neyslu­rými ef skil­yrði reglu­gerðar sem ráð­herra setur um neyslu­rými eru upp­fyllt. Reglu­gerð ráð­herra var birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þann 2. júní síð­ast­lið­inn en umsögn sam­bands­ins barst nú í vik­unni.



Þörf á grein­ingu á sam­spili heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­þjón­ustu

Í umsögn sam­bands­ins seg­ir: „Áformuð reglu­gerð sækir stoð sína til laga­breyt­ingar sem Alþingi gerði þann 20. maí sl. Í grein­ar­gerð með frum­varpi til þeirra breyt­inga er vísað til skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra um skaða­minnkun (þingskjal 1595 á 846. máli 145. lþ.) og þeirrar nið­ur­stöðu „að líta ætti á vanda neyt­enda ávana- og fíkni­efna í íslensku sam­fé­lagi sem heil­brigð­is­vanda­mál fremur en við­fangs­efni lög­reglu og refsi­vörslu­kerf­is­ins, að neyt­endur í vanda væru fyrst og fremst sjúk­lingar en ekki afbrota­menn.““



Þörf hafi verið á hlið­stæðri grein­ingu á sam­spili heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­þjón­ustu áður en laga­stoð var sett inn í reglu­gerð sem gengur út frá því að sveit­ar­fé­lög beri ábyrgð á rekstri og starf­semi neyslu­rýma að mati sam­bands­ins.

Auglýsing


Ábyrgð á heil­brigð­is­þjón­ustu liggi hjá rík­inu

Enn fremur segir í umsögn­inni: „Sam­bandið leggur meg­in­á­herslu á að þeir sem glíma við mik­inn neyslu­vanda eru „fyrst og fremst sjúk­ling­ar“ en hafa einnig brýna þörf fyrir félags­lega aðstoð og stuðn­ing. Minnt er á að meg­in­reglur íslenskra laga eru alveg skýrar um að ábyrgð á heil­brigð­is­þjón­ustu liggi hjá rík­inu en ekki sveit­ar­fé­lög­un­um.“



Þá telur sam­bandið að álita­efni geti komið komið upp ef ekki verður ráð­ist í að gera áður­nefnda grein­ingu á sam­spili heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­þjón­ustu. Í álit­inu eru nefnd nokkur dæmi: „Telj­ast not­endur vera sjúk­lingar í skiln­ingi laga nr. 74/1997, um rétt­indi sjúk­linga? Taka lög nr. 111/2000, um sjúk­linga­trygg­ingu, til lík­am­legs eða geð­ræns tjóns sem verður í neyslu­rými? Geta starfs­menn sveit­ar­fé­lags í neyslu­rými, sbr. IV. kafla áform­aðrar reglu­gerðar orðið bóta­skyldir gagn­vart not­endum vegna tjón­stil­vika sem eiga sér stað í neyslu­rými? Hvað merkir í því sam­bandi að neyslu­rými telj­ist „laga­lega verndað umhverfi“ sbr. 3. gr. áform­aðrar reglu­gerð­ar?“



Nýtt grátt svæði í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga

Í umsögn­inni er það sagt áhyggju­efni að óskýrt fyr­ir­svar fyrir þeirri starf­semi sem ráð­gerð sé í neyslu­rýmum kunni að leiða til þess að nýtt grátt svæði verði til í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga. Þar segir einnig að við með­ferð frum­varps­ins hafi komið fram að gert hefði verið ráð fyrir 50 millj­óna króna fram­lagi frá heil­brigð­is­ráðu­neyti til að koma úrræð­inu á fót. Það fjár­magn fari í að koma úrræð­inu á fót í Reykja­vík.



„Þótt lík­legt megi telja að samn­inga­við­ræður heil­brigð­is­ráðu­neytis og Reykja­vík­ur­borgar leiði til nið­ur­stöðu er hitt óút­kljáð hvernig önnur sveit­ar­fé­lög eigi að bera sig að komi fram þrýst­ingur um að þau taki til við að starf­rækja slík rým­i,“ segir um stöðu ann­arra sveit­ar­fé­laga í umsögn­inni.



Segja starf­semi neyslu­rýma mik­il­væga

Hætta sé á því að sveit­ar­fé­lög sitji uppi með verk­efni án fjár­magns að mati sam­bands­ins: „Þá skal enn­fremur minnt á að sveit­ar­fé­lögin hafa ekki góða reynslu af því að verk­efni með fremur óskýrri sam­eig­in­legri ábyrgð séu fjár­mögnuð með skúffu­pen­ingum eða í gegnum tíma­bundin til­rauna­verk­efni. Fjöl­mörg dæmi eru um að fjár­veit­ingar rík­is­ins þverri á til­tölu­lega fáum árum en sveit­ar­fé­lög sitji þá eftir með verk­efni og ábyrgð á því að mæta vænt­ingum not­enda um þjón­ustu“



Í sam­an­tekt­ar­kafla umsagn­ar­innar segir að sam­bandið taki heils­hugar undir nauð­syn þess að þróa áfram skaða­minnk­andi aðgerðir í opin­berri vel­ferð­ar­þjón­ustu og að starf­semi neyslu­rýma sé mik­il­vægur þáttur í þeirri nálg­un. Hins vegar vanti að skýra það betur hver beri ábyrð á þeirri starf­semi sem fram fer í tengslum við neyslu­rými.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent