Sögulegur árangur Heimis Hallgrímssonar

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Ljósmynd/@jff_football

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í jamaíska karlalandsliðinu í knattspyrnu unnu til bronsverðlauna í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku í nótt í Arlington í Texas í nótt.

Jamaíka hafði betur gegn Panama í leiknum um 3. sætið, 1:0, þar sem Dexter Lembikisa skoraði sigurmarkið á 41. mínútu.

Jamaíka var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitaleik keppninnar en tapaði fyrir Bandaríkjunum í framlengdum leik, 3:1, en Bandaríkin jöfnuðu metin í 1:1 og tryggði sér þannig framlengingu þegar sex mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jamaíka vinnur til verðlauna í Þjóðadeildinni, sem var sett á laggirnar árið 2018, en Heimir tók við þjálfun liðsins í september árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert