Smit í Urriðaholtsskóla

Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli Ljósmynd/Urriðaholt ehf.

Kórónuveirusmit hefur komið upp í Urriðaholtsskóla. Hefur tveimur deildum verið lokað vegna sóttkvíar og smitgátar.

„Upp hefur komið staðfest COVID-19 smit í umhverfi við barn ykkar og því hefur smitrakningateymi sóttvarnalæknis og almannavarna ákveðið að barn ykkar þurfi að viðhafa smitgát,“ segir í tölvupósti sem barst foreldrum barna skólans.

Börn sem þurfa að fara í smitgát geta mætt í skólann að því gefnu að þeir fari í tvö hraðpróf, á degi eitt og degi fjögur eftir að smit greinist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert