Katrín Tanja reynir við heimsleikana

Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ljósmynd/Instagram

Katrín Tanja Davíðsdóttir mun um helgina taka þátt í undanúrslitamóti fyrir heimsleikana í CrossFit.

Hún er búsett í Idaho-ríki í Bandaríkjunum og flaug á dögunum til Kaliforníu-ríkis, þar sem undanúrslitamót vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena-borg og hefst á morgun.

View this post on Instagram

A post shared by Brooks Laich (@brookslaich)

Katrín Tanja hefur alls tekið þátt á tíu heimsleikum í CrossFit á ferlinum en var ekki með á þeim síðustu eftir að hafa tekið þátt í sjö ár í röð á undan.

Að þessu sinni keppir hún undir merkjum Bandaríkjanna og er gjaldgeng á undanúrslitamót vesturhluta Norður-Ameríku vegna búsetu sinnar í Idaho.

Katrín Tanja freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér sæti á heimsleikunum í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert