Fimm tonna sprengja sprakk í Póllandi

Kafarar pólska sjóhersins undirbúa sig fyrir aðgerð til óvirkingar sprengju …
Kafarar pólska sjóhersins undirbúa sig fyrir aðgerð til óvirkingar sprengju á hafsbotni. AFP

Stærsta sprengja frá seinni heimsstyrjöld sem fundist hefur í Póllandi sprakk í dag þegar reynt var að gera hana óvirka. Helmingslíkur voru á því að sprengjan, sem lá á botni skipaskurðar við Eystrasalt, myndi springa við aðgerðina og sluppu allir kafararnir sem að málinu komu óhultir.

Jarðskjálftasprengjur voru notaðar í seinni heimsstyrjöldinni.
Jarðskjálftasprengjur voru notaðar í seinni heimsstyrjöldinni.

Uppruna sprengjunnar má rekja til breska flughersins. Árið 1945 réðst herinn á þýskt skip á svæðinu og lét svokölluðum „jarðskjálftasprengjum“ rigna á það. Ein þessara sprengja sprakk ekki, heldur festist á tólf metra dýpi í skipaskurðinum. Hún fannst ekki fyrr en í gær, 75 árum síðar.

Flytja þurfti um 750 íbúa úr hafnarborginni Świnoujście í Póllandi fyrir aðgerðir dagsins, en höggbylgja sprengingarinnar fannst víða í borginni.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert