Annar sigur ÍR-inga í röð

Sæþór Elmar Kristjánsson átti stórleik fyrir ÍR í kvöld.
Sæþór Elmar Kristjánsson átti stórleik fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæþór Elmar Kristjánsson átti stórleik fyrir ÍR þegar liðið vann öruggan sigur gegn Breiðablik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í TM-hellinum í breiðholti í 13. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 116:97-sigri ÍR-inga en Sæþór Elmar var stigahæstur Breiðhyltinga með 26 stig og sjö fráköst.

ÍR-ingar leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 30:22, og þeir juku forskot sitt í öðrum leikhluta um 15 stig en staðan í hálfleik var 65:50, ÍR í vil.

ÍR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt þriðja leikhluta og var staðan 94:69, ÍR í vil, að honum loknum. Breiðablik náði aldrei að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Triston Isaiah Simpson skpraði 19 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir ÍR en Everage Richardson var stigahæstur Breiðabliks með 26 stig.

ÍR fer með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar í 10 stig og er nú fjórum stigum frá fallsæti en Breiðablik er komið í tíunda sætið með 8 stig.

Gangur leiksins:: 3:2, 14:7, 25:12, 30:22, 36:32, 47:41, 54:46, 65:50, 73:57, 82:61, 91:61, 94:69, 99:75, 103:79, 105:87, 116:97, 116:97, 116:97.

ÍR: Sæþór Elmar Kristjánsson 26/7 fráköst, Jordan Semple 21/7 fráköst, Triston Isaiah Simpson 21/6 fráköst/15 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 15, Igor Maric 13/9 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 8, Collin Anthony Pryor 7/4 fráköst, Breki Gylfason 5.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Breiðablik: Everage Lee Richardson 26/6 fráköst, Samuel Prescott Jr. 23/9 fráköst, Danero Thomas 22/7 fráköst, Hilmar Pétursson 12/6 stoðsendingar, Frank Aron Booker 5, Sigurður Pétursson 5/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 4.

Fráköst: 27 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Johann Gudmundsson.

Áhorfendur: 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert