Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum

Ökumaður var í gærkvöldi stöðvaður í Garðabæ, grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Bifreið var einnig í gærkvöldi stöðvuð í miðbænum og reyndist ökumaðurinn vera án réttinda. 

Þá var bifreið stöðvuð skömmu eftir miðnætti eftir að ökumaðurinn hafði ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt. 

Þá var í nótt tilkynnt um innbrot í skúr í miðbænum. Þrír voru í skúrnum sem sögðu að skúrinn hafði verið opinn er að honum var komið. Lagt var hald á reiðhjól og rafmagnshlaupahjól á vettvangi sem mögulegt þýfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert